Hjördís hefur sett upp sýningu í Norska húsinu þar sem hún sýnir brot úr stóru verki um líf ungrar konu á landsbyggðinni.

Sýnir brot úr stóru verki um líf ungrar konu á landsbyggðinni

Ljósmyndarinn Hjördís Halla Eyþórsdóttir hefur sett upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hún sýnir hluta af nýju langtímaverki sem ber heitið Silfurbúrið. „Þetta er ekki fullklárað verk en það sýnir part af heildarverkinu sem enn er í vinnslu,“ segir Hjördís en fullklárað verður Silfurbúrið að bókverki. Silfurbúrið er verk sem sýnir frá lífi ungrar konu sem flytur ein út á landsbyggðina. „Ég flutti ein í Stykkishólm árið 2015 og ætli einfaldasta útskýringin á verkinu sé ekki að það sé eins og dagbókarfærslur í formi ljósmynda,“ segir Hjördís. „Það sýnir líf mitt í Hólminum,“ bætir hún við.

Nánar er rætt við Hjördísi Höllu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira