Freydís Bjarnadóttir með eina af vinsælustu vörunum frá Born Primatie. Ljósm. tfk.

Opnar íþróttavöruverslun í Grundarfirði

Freydís Bjarnadóttir vinnur þessa dagana við að innrétta verslunarrými á neðri hæðinni heima hjá sér. Þar er ætlunin að opna íþróttavöruverslun 22. apríl næstkomandi og er því í nógu að snúast hjá henni þessa dagana.

„Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum í þónokkurn tíma að gera eitthvað nýtt,“ segir Freydís í stuttu spjalli við fréttaritara, en hún er viðskiptafræðingur að mennt. Freydís starfar sem kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hún á þrjá syni en tveir þeirra eru fluttir að heiman. „Það var oft mikil hamagangur í öskjunni þegar strákarnir voru yngri en eftir að tveir eldri strákarnir mínir fluttu að heiman hefur róast töluvert og því gefist tími til að huga að svona verkefni.“

Nánar er rætt við Freydísi í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir