Afar fjölskrúðugt fuglalíf er við Borgarvog. Þangað hafa einnig slæðst stærri skepnur eins og blöðruselir og hvalir, eins og þessi hrefna sem varð innlyksa þar í byrjun október 2016. Ljósm. mm.

Kynna tillögu að friðlýsingu Borgarvogs

Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram tillögu að friðlýsingu Borgarvogs í Borgarnesi. Ef tillagan verður samþykkt verður Borgarvogur friðland í samræmi við málsmeðferðarreglur laga um náttúruvernd. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 14. júlí næstkomandi. Ábendingum og athugasemdum skal skila með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar.

„Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Borgarbyggðar, kirkjuráðs og  umhverfis- og auðlindaráðneytisins. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að viðhalda og vernda til framtíðar náttúrulegt ástand Borgarvogs og líffræðilega fjölbreytni svæðisins þannig að fái þróast samkvæmt náttúrulegum lögmálum sínum og á eigin forsendum. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og að almenningur fái notið svæðisins til náttúruskoðunar og fræðslu,“ segir í kynningu Umhverfisstofnunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir