Michelle Bird tengir saman eldgos og konur í nýjum málverkum. Ljósm. arg.

Kraftar eldgoss og kvenna sameinast í listinni

Myndlistarkonan Michelle Bird í Borgarnesi er nú að vinna að myndaröð sem tengir saman eldgos og konur. Hún tók upp pensilinn og málaði mynd daginn sem byrjaði að gjósa í Geldingadölum og úr varð málverk af konu syndandi í rauðu hafi. „Það kom upp þessi tilfinning hjá mér frá krafti náttúruaflanna svo ég byrjaði bara að mála. Ég ákveð ekki hvað ég ætlaði að mála, ég bara byrja að draga pensilinn og þá kemur myndin,“ segir Michelle í samtali við Skessuhorn. „Þennan dag kom bara þessi kröftuga kona. Mér þótti það bæði óvænt og sérstakt að hún skyldi koma frá þessum krafti sem ég fann. Ég held að það sé vegna þess að krafturinn var að koma frá náttúrunni,“ bætir hún við.

Nánar er rætt við Michelle Bird í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir