Unnið við löndun á 29 tonnum af steinbít. Ljósm. af.

Steinbítsmok á miðunum út af Blakknesi

Línubáturinn Kristinn HU, sem rær frá Ólafsvík, lenti heldur betur í steinbítsmoki út af Blakknesi á Barðaströnd nú í vikunni. Aflinn var 29 tonn á 60 bala sem er 483 kíló á hvern bala. Bárður Guðmundsson útgerðarmaður segir í samtali við fréttaritara Skessuhorns að Kristinn hafi verið ásamt öðrum bátum út af Látrabjargi þar sem aflinn hafi farið minnkandi. Því var ákveðið að prófa á nýjum stað stað. Það bar sýnilegan árangur, en veiðisvæðið er á um 60 mílna siglingarleið frá Ólafsvík, segir Bárður.

Allur þessi afli fór á markað og segir Bárður að vegna mikils framboðs á mörkuðum af steinbít hafi verðið farið hríðlækkandi. Fengu þeir því aðeins 115 krónur fyrir kílóið af slægðum steinbít. Kristinn HU hélt að löndun lokinni beint til veiða á sama stað enda langt stím fyrir höndum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir