Fiskur fyrir 27 milljarða í mars

Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu nam 26,9 milljörðum króna í mars samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í gærmorgun. Það er rúmlega 4% aukning í krónum talið miðað við mars í fyrra, en rúm 2% mælt í erlendri mynt. Þetta er nokkuð stór mánuður miðað við sama mánuð undanfarinn áratug, sér í lagi í útflutningi á ferskum afurðum sem hafa í raun aldrei verið eins fyrirferðamiklar í marsmánuði og nú. Eins eru góðar líkur á að loðna sé byrjuð að sýna sig í útflutningstölum, en það kemur í ljós í lok apríl þegar Hagstofan birtir frekari sundurliðun á tölunum.

Alls voru fluttar út ferskar afurðir fyrir um 7,6 milljarða króna í mars, sem er um 46% aukning á föstu gengi á milli ára. Hefur útflutningsverðmæti ferskra afurða í marsmánuði aldrei verið meiri en nú og voru þær alls um 28% af útflutningsverðmætum sjávarafurða í heild í mánuðinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir