Frá körfuboltaleik í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk.

Allt að hundrað áhorfendur mega mæta á íþróttaleiki

Heilbrigðisráðuneytið gerði breytingu í gærdag á áður kynntum reglum um áhorfendur á íþróttakappleikjum. Í fyrstu tilkynningu um reglugerð ráðherra kom fram að áhorfendur yrðu ekki leyfðir frá og með morgundeginum 15. apríl, en nú hefur ráðuneytið ákveðið að leyfi verði gefið fyrir allt að 100 áhorfendum á leiki, en þeir þurfa að sitja í númeruðum sætum. Frétt í prentútgáfu Skessuhorns sem kom út í dag, er því röng að þessu leyti og leiðréttist það hér með.

Líkar þetta

Fleiri fréttir