160 fermetra húsi stolið

Lögreglunni á Vesturlandi barst nýlega tilkynning um að 160 fermetra ósamsettu stálgrindarhúsi hefði verið stolið frá Galtarholti í Borgarbyggð. Ljóst er að talsvert öflug tæki hefur þurft til verknaðarins en eigandi hins stolna húss gat ekki tímasett þjófnaðinn nánar en frá tímabilinu september 2020 til tilkynningardags. Lögregla rannsakar málið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir