Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Þrír í einangrun á Vesturlandi

Þrír voru greindir með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir utan sóttkvíar. Samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is eru nú þrír í einangrun á Vesturlandi; tveir í Borgarnesi og einn á Akranesi. Í gær voru aðeins tveir í einangrun í landshlutanum. Þá hefur einnig fjölgað í sóttkví í landshlutanum og eru nú 25 í sóttkví á Vesturlandi; fimm í Borgarnesi og 20 á Akranesi.

Alls eru nú 93 í einangrun á landinu og 147 í sóttkví. Þá liggur einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar. 28.056 eru nú fullbólusettir á landinu og á Vesturlandi eru 1.418 manns fullbólusettir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir