Framkvæmdir eru nú hafnar. Ljósm. af.

Nýju stálþili verður komið fyrir í Ólafsvíkurhöfn

Í Ólafsvíkurhöfn er hafin vinna við að reka niður nýtt stálþil við löndunarbryggjuna. Að sögn Björns Arnaldssonar hafnarstjóra Snæfellsbæjar er unnið þessa dagana við að grafa skurð svo hægt verði að reka niður nýtt stálþil sem verður fjóra metra frá því gamla og er harður botn þar sem nýja stálþilið verður. Því er nauðsynlegt að brjóta botninn upp, en skurðurinn verður 3,8 metra djúpur en hvert stálþil er 13,7 metra langt. Mun nýja stálþilið verða lagt á 130 metra svæði meðfram bryggjunni, sett utan við gamla stálþilið sem verður því ekki fjarlægt. Það er fyrirtækið Haftak ehf. sem sér um þessar framkvæmdir en þeim á að ljúka fyrir októberlok. Kostnaður við þessar framkvæmdir er 198 miljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir