Koma nú heim frá Tenerife og safna fyrir Björgunarfélag Akraness

Í janúar og fram í febrúar gengu, hlupu, hjóluðu eða syntu 182 nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 4.400 km, eða alla leið til Tenerife. Markmið verkefnisins var að auka hreyfingu og safna áheitum sem runnu óskert til Skógræktarfélags Akraness. Nú hafa nemendur og starfsmenn ákveðið að tími sé kominn til að koma aftur heim frá Tenerife og lögðu af stað til baka á mánudaginn, 12. apríl, og ætla að vera komin með allavega 4.000 km fyrir 12. maí næstkomandi. Öll hreyfing utandyra telur, hvort sem það er ganga, hlaup, sund eða hjólreiðar. Einnig verður safnað áheitum á heimleiðinni og renna þau nú óskert til Björgunarfélag Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir