Boða röskun á þjónustu Arion banka um helgina

Helgina 16. – 18. apríl mun Arion banki innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna. „Kappkostað er að viðskiptavinir verði sem minnst varir við innleiðinguna en ekki verður hjá því komist að þjónustan raskist eitthvað. Föstudaginn 16. apríl verður þjónusta í útibúum bankans með hefðbundnum hætti en þann dag og um helgina geta viðskiptavinir átt von á skertri virkni í Arion appinu, netbankanum og hraðbönkum. Gera má ráð fyrir að þessar þjónustuleiðir verði alveg lokaðar í 2-4 klst. um hádegisbil sunnudaginn 18. apríl.“

„Við hvetjum viðskiptavini til að ljúka þeim bankaerindum sínum, sem ekki geta beðið fram yfir helgi, eins og frekast er unnt fyrir föstudaginn 16. apríl. Hefðbundin þjónusta kemst svo aftur á mánudaginn 19. apríl,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira