thumbnail of Munu fjalla um arðsemi hamingju á landsbyggðinni

Munu fjalla um arðsemi hamingju á landsbyggðinni

Laugardaginn 17. apríl næstkomandi munu landsbyggðadeildir Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) taka höndum saman og bjóða upp á „innihaldsríka ráðstefnu þar sem fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar,“ eins og segir í fréttatilkynningu. „Á ráðstefnunni skautum við yfir sviðið og ræðum tækifæri í takt við þessa nýju heimssýn á nýjum tímum undir yfirskriftinni „Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni – Ný heimssýn á nýjum tímum.“

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála mun opna ráðstefnuna og þvínæst verða fluttir ýmsir fyrirlestrar. Spurt verður hver eru tækifæri landsbyggðarinnar, hvernig tökumst við á við breyttan veruleika, hver er vegferð frumkvöðuls, hindranir, árangur og hvert er sunnlenska-módelið? „Fjallað verður um sjálfbærni, nýsköpun, úthýsingu starfa, skapandi markaðssetningu, nándina í fjarlægðinni – og hvað svo? Spurt er af hverju fækkaði íbúum London um 10% í fyrra? Eru litlir bæir að endurheimta sinn fyrri sjarma? Covid hefur sannað að fólk getur sett lífsgæðin í forgang, flutt starfið með sér á sinn drauma búsetustað eða skapað tækifæri hvar sem er á landinu. Íbúum stórborga í Evrópu hefur fækkað undanfarið ár og smærri borgir og bæir hafa endurheimt sinn fyrri sjarma.“

Þá segir að um gífurlega mikilvægt byggðamál sé að ræða og tækifæri að skapast til að halda landinu í byggð. Til að vel takist til er nauðsynlegt að styrkja samfélög á landsbyggðinni og bjóða upp á öfluga grunnþjónustu fyrir íbúa. Tækifærin á landsbyggðinni eru óteljandi og þurfa störf án staðsetningar þurfa einungis tvennt: Nettengingu og Samgöngur.

Ráðstefnan stendur yfir frá klukkan 13-17 á laugardaginn og send út gegnum fjarfundabúnað frá Háskólanum á Bifröst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir