Ekkert lát á eldgosinu

Eldgosið sem hófst á Reykjanesi 19. mars síðastliðinn heldur áfram og færist í aukana. Að undanförnu hafa tvær nýjar sprungur opnast þar sem hraun, sem á uppruna sinn langt í iðrum jarðar, vellur upp. Sem fyrr er hraunrennslið mikið sjónarspil og fjölmargir sem lagt hafa leið sína á svæðið, ekki síst eftir að tekur að skyggja. Talið er að um 60 þúsund manns hafi farið á þessar slóðir og sumir oftar en einu sinni. Þeirra á meðal er Tómas Freyr Kristjánsson ljósmyndari Skessuhorns í Grundarfirði. Hann fór sína aðra ferð á gosstöðvarnar á laugardaginn og tók meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir