Standa vaktina á gosstöðvunum í dag

Frá því eldgos hófst í Geldingadölum á Reykjanesi 19. mars síðastliðinn hefur mikið mætt á björgunarsveitum við gæslu, björgun og aðstoð við fólk sem lagt hefur leið sína á svæðið. Björgunarsveitarfólk víðsvegar af landinu hefur lagt félögum sínum á Reykjanesi lið og staðið vaktir þeim til fulltingis. Meðfylgjandi mynd sýnir tíu manna hóp frá Björgunarfélagi Akraness sem er nú á leið á gosstöðvarnar. Komið var við í Kallabakaríi þar sem myndin var tekin. Fyrirhugað er að þessi hópur, ásamt fleirum, standi vaktina til miðnættis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir