Jóhanna María tekur við formennsku af Einari Strand. Ljósm. Björgunarsveitin Berserkir

Jóhanna María er formaður Berserkja

Jóhanna María Ríkharðsdóttir var á dögunum kjörin formaður Björgunarsveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi til næstu tveggja ára. Jóhanna María tekur við af Einari Þór Strand sem var nýlega ráðinn slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi. Auk Jóhönnu Maríu í stjórn voru kjörnir Kristján Lár Gunnarsson varaformaður, Svanborg Siggeirsdóttir gjaldkeri, Björn Ásgeir Sumarliðason ritari, Arnar Geir Ævarsson og Emil Þór Strand meðstjórnendur.

Jóhanna María er uppalin í Stykkishólmi og var meðlimur í Björgunarsveitinni Berserkjum sem unglingur. Hún hætti í sveitinni um tíma en hefur verið virkur meðlimur í sveitinni síðasta áratuginn. Þá hefur hún að auki verið meðstjórnandi í stjórn félagsins í um tvö ár. „Ég er bara spennt fyrir þessu verkefni. Það er gaman að takast á við nýjar áskoranir og þetta er mitt helsta áhugamál,“ segir Jóhanna María í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir