Kristófer Jónsson og Sigurgeir Sigurðsson á grásleppuveiðum. Ljósm. Kristófer Jónsson.

Grásleppuvertíð hafin – verðið lágt

Grásleppuvertíðin er nú komin í fullan gang. Á Vesturlandi hafa nokkrir bátar þegar landað.

Blaðamaður Skessuhorns náði tali af Kristófer Jónssyni á Rán AK-69 sem gerir út frá Akranesi. Hann og Sigurgeir Sigurðsson voru þá á leið að síðustu trossunni í dag. Að sögn Kristófers eru aflabrögð vonum framar og sama má segja um veðrið. Reiknaði Kristófer með að afli dagsins yrði rúm tvö tonn.

Verð á grásleppu er hins vegar afar lágt í ár eða 130 kr. fyrir kílóið. Kristófer sagði í samtalinu: „Það fæst náttúrulega ekkert fyrir þetta en einhver verður að veiða grásleppuna.“ og viðurkenndi að þeir væru meira í þessu fyrir ánægjuna en peninga.

Fjöldi þeirra daga sem veiða má grásleppu í ár var að sögn Kristófers í fyrstu 25 dagar en síðan aukinn í 40 daga. Þó að Kristófer segi verðin lág þá eru þeir félagar alveg ákveðnir: „Við klárum vertíðina.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira