Brennisteinsmengunarspá Veðurstofunnar.

Gasmengun gæti lagt yfir Vesturland

Samkvæmt gasmengunarspá Veðurstofunnar gæti brennisteinsmengun frá gosstöðvunum á Fagradalsfjalli lagt yfir Vesturland aðfararnótt sunnudags. Samkvæmt spánni gæti mengunin á Akranesi og á Mýrum orðið allt að 600 míkrógrömm á rúmmetra.

Á Vísindavefnum má finna umfjöllun um áhrif brennisteinsmengunar frá eldgosi á heilsu fólks. Þar segir m.a.: „Áhrifum af SO2 má skipta í skammtímaáhrif vegna skyndilegrar mengunar sem stendur stutt yfir, í einhverjar mínútur eða klukkustundir, og langtímaáhrif sem geta komið fram þegar mengun er viðvarandi í daga, mánuði eða jafnvel ár.

Skammtímaáhrifin þegar styrkur er lágur, eru fyrst og fremst erting í augum, nefi og koki og jafnvel höfuðverkur. Ef gildin fara hærra, til dæmis yfir 500-600 µg/m3 getur farið að bera á hósta, sérstaklega hjá einstaklingum með undirliggjandi lungnasjúkdóma. Einkenni koma strax fram um leið og mengunar verður vart í þeim styrkleika sem hefur áhrif á einstaklinginn en hverfa líka um leið og mengunin er horfin. Þegar styrkurinn er kominn yfir 2600 µ/m3 eru trúlega einkenni hjá öllum, erting í öndunarvegi, hósti og höfuðverkur. Heilbrigðir einstaklingar er ólíklegir til þess að fá alvarleg einkenni fyrr en styrkurinn fer upp undir 9000 µ/m3. Lífshættuleg einkenni sjást ekki fyrr en styrkurinn fer yfir 150.000 µ/m3.“

Umhverfisstofnun hefur gefið út eftirfarandi töflu um áhrif af og viðbrögð við brennisteinsmengun:

Vísindavefurinn: Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?

Gasmengunarspá Veðurstofunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir