Frákastið – nýtt tölublað Skallagríms komið út

Á vef körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Borgarnesi er sagt frá því að út sé komið nýtt tölublað af Frákastinu, kynningarblaði félagsins. „Í blaðinu er að finna leikmannakynningar, viðtöl við þjálfara og fleira áhugavert efni um starf deildarinnar. Þetta er 11. árgangur Frákastins og er deildin því að opna nýjan áratug í útgáfusögu blaðsins,“ segir í fréttinni. Á fyrstu árum útgáfunnar var blaðið gefið út á prenti, með svipuðu útliti og hin nýja rafræna útgáfa er.

„Vinnsla Frákastsins hefur staðið yfir með hléum í vetur sökum frestunar á Íslandsmótinu út af farsóttinni. Blaðið var svo gott sem tilbúið þegar núverandi frestun var sett á í mars. Við gefum blaðið því út núna í þeirri einlægu von að körfuboltinn fari aftur af stað áður en langt um líður í einhverri mynd,“ segir í fréttinni. Áfram Skallagrímur!

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir