Ásdís Lind Vigfúsdóttir. Ljósm. Gunnhildur Lind.

Sótti innblástur í pönkið og Kendall Jenner

Fermingarathafnir fóru fram víða á landinu á pálmasunnudegi og um liðna páska, þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur sem skellt var á þjóðina 25. mars. Brugðu kirkjur á það ráð að ferma börnin í litlum hollum svo ekki kæmi til þess að fresta þyrfti athöfnum eins og á síðasta ári. Ásdís Lind Vigfúsdóttir fermdist í fyrra holli í Borgarneskirkju á pálmasunnudag og segir hún daginn hafa verið æðislegan. „Mér fannst dagurinn ótrúlega skemmtilegur miðað við hvað það var lítill hópur af fólki,“ segir Ásdís við blaðamann, en áætlað var að halda temmilega 50 manna fermingarveislu í tilefni dagsins. „Ég ætlaði upphaflega bara að hafa 50 manna veislu sem síðan breyttist í tíu manna kökuboð. Það var engu að síður bara æðislegt,“ bætir Ásdís ánægð við.

Sjá nánar spjall við Ásdísi Lind í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir