Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Erfið færð og hvasst við fjöll

Hálka eða snjóþekja er nú víða á vegum og sumsstaðar skafrenningur, samkvæmt tísti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Laxárdalsheiði og í Álftafirði á Skógarströnd, ófært er á Fellsströnd.

Þá er hvassviðri á Kjalarnesi þar sem vindur fer í 27 m/sek í hviðum. Ferð strætisvagns frá Mjódd til Akraness fellur niður samkvæmt tilkynningu frá Strætó kl. 12:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.