Smituðum fer smám saman fjölgandi

Í gær greindust ellefu kórónuveirusmit innanlands. Sex þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Flestir þeirra sem greindust utan sóttkvíar tengjast innbyrðis. Þetta mörg smit hafa ekki greinst síðan 23. mars síðastliðinn.  Nú er nýgengi innanlands 22,6 og hefur farið smám saman hækkandi síðustu daga. 132 eru í einangrun á landinu og 127 í sóttkví. Hér á Vesturlandi er nú einn í einangrun en flestir eru þeir 101 á höfuðborgarsvæðinu, 13 á Suðurlandi, 11 á Austurlandi, þrír á Suðurnesjum og tveir á Norðurlandi eystra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir