Bjarkarhraun 2 á Bifröst. Í þessu húsi er 56,1 ferm. íbúð boðin til sölu á 13 milljónir króna.

Sextán íbúðir á Bifröst boðnar til sölu

Fasteignafélagið Kiðá, sem er í eigu Háskólans á Bifröst ses, hefur sett á sölu 16 íbúðir sem upphaflega voru byggðar sem nemendaíbúðir við skólann, en hafa staðið lítið notaðar undanfarin ár. Íbúðirnar eru í raðhúsum við göturnar Reynihraun og Bjarkarás í hrauninu vestan við Grábrók og er stærð þeirra frá 43 til 70 fermetrar. Byggingarár er 2003 og af myndum á fasteignasölusíðum að dæma er um vandaðar eignir að ræða. Verðlagningu á íbúðunum er stillt í hóf, en það er frá 12,9 til 16 milljónir króna. Hér er því um kauptækifæri að ræða, í ljósi þess að fermetraverð er 230-300 þúsund krónur, eða langt undir byggingarkostnaði. Gert er ráð fyrir að fólk muni hvort heldur sem er líta til þessara eigna sem sumar- og helgardvalarstaðar eða til fastrar búsetu.

Tvær fasteignasölur annast sölu eignanna; Fasteignasalan Nes í Borgarnesi og fasteignasalan Gimli í Reykjavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir