Áhöfnin fékk páskaegg eftir síðasta túrinn í mars. Ljósm. af.

Setti veiðimet í mars og styttist í vertíðarmet

Netabáturinn Bárður SH kom úr róðri síðastliðinn miðvikudag, 31. mars. Um leið var ljóst að áhöfnin hafði bætt eigið Íslandsmet í lönduðum afla í einum mánuði. Landað var 1.150 tonnum í nýliðnum mars en fyrra metið átti Bárður SH einnig, eða 1.090 tonn í mars í fyrra. Áhöfnin fékk stórt páskaegg af þessu tilefni. Þá er einnig stutt í að báturinn setji nýtt vertíðarmet.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir