
Nýir eigendur að Svefneyjum
Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona, hefur fest kaup á Svefneyjum á Breiðafirði ásamt Sacha Tueni unnusta sínum. Eyjarnar keyptu þau af afkomendum Dagbjartar Einarssonar, útgerðamanns í Grundavík og Birnu Óladóttur, en Dagbjartur keypti eyjarnar ásamt Þorsteini Jónssyni árið 1993. Svefneyjar eru ein einangraðasta bújörð landsins með töluverðum hlunnindum af æðavarpi og þara sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur sótt við strendur eyjanna. Áslaug sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að hún stefni á að nota íslenska þörunga í Svefneyjum í nýjustu fatalínuna sína, sem heitir Katla.