
Bensínfótur þyngist með hækkandi sól
Lögregla hefur undanfarið lagt mikla áherslu á hraðamælingar í Borgarnesi. Þó nokkrir ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur og þeir mælst á allt að 84 kílómetra hraða í götum þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Sektin fyrir slíkt brot er 60 þúsund krónur. Lögregla mun áfram leggja áherslu á slíkar hraðamælingar enda segir lögreglan að „bensínfótur“ ökumanna hafi tilhneigingu til þess að þyngjast með hækkandi sól.