Undir enda fellsins. Til vinstri er nýja húsið á Fellsenda og það gamla frá 1968 til hægri. Myndin var tekin á vígsludegi nýja hússins haustið 2006. Í frétt Skessuhorns frá þeim tíma kom fram að einstakt þótti í þjónustu við geðsjúka hér á landi að hægt væri að bjóða upp á aðstöðu eins og þá sem þarna varð til á Fellsenda. Ljósm. mm.

Á Fellsenda er íbúum búið heimili ríkt af öryggi og hlýju

„Við höldum vel utan um heimilisfólkið okkar og reynum að búa því heimili sem veitir þeim öryggi og hlýju,“ segir Jóna Guðrún Guðmundsdóttir deildarstjóri hjúkrunar á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dalasýslu. Á Fellsenda er hjúkrunarrými fyrir 27 íbúa. Þar búa einstaklingar sem hafa verið með langvinna geðsjúkdóma, kvíða/þunglyndi, þroskahömlun eða hafa vitsmunalega skerðingu vegna vímuefnanotkunar. „Sumir heimilismenn eru með fleiri en einn af þessum sjúkdómum að kljást við,” sagði Jóna Guðrún en nánar er rætt við hana í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir