Grunnskóli Borgarfjarðar og Hnoðraból hljóta hæsta styrkinn sem rennur til skóla á Vesturlandi.

Sprotasjóður styrkir

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik,- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni. Meðal þeirra skóla sem hljóta styrki eru Grundaskóli á Akranesi, 400 þúsund krónur, og Grunnskóli Borgarfjarðar í samstarfi við leikskólann Hnoðraból, 850 þúsund krónur. Heildarupphæð styrkjanna við þessa úthlutun var 54 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir