Næsti áfangi Skógarhverfis í útboð

Nýverið auglýsti Akraneskaupstaður, í samvinnu við Veitur, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu, eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í þriðja áfanga Skógarhverfis. Um er að ræða gatnagerð, stígagerð, götulýsingu og lagningu veitukerfa og fjarskiptalagna í nýbyggingarhverfinu Skógarhverfi 3 – áfanga A. Í verkinu felst m.a. gröftur á tæplega 30 þúsund rúmmetrum af efni, fylling í 43 þúsund rúmmetra, 1200 metra langar fráveitulagnir, rúman kílómetra af neysluvatnslögnum og 1350 metra af heitavatnslögnum. Fyrsta áfanga verksins skal lokið 30. nóvember á þessu ári en öðrum áfanga vorið 2022. Tilboð verða opnuð 16. apríl nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir