Hundrað bólusettir í Klifi

Um 100 manns voru bólusettir við Covid 19 í Snæfellsbæ síðastliðinn miðvikudag. Bólusett var í félagsheimilinu Klifi og gekk það mjög vel. Létu þeir sem verið var að bólusetja vel af sér þegar ljósmyndara bar að garði. Ekki fer frekari sögum af því hvort eftirköst hafi fylgt í kjölfar bólusetningarinnar, en líklegt að efnið hafi farið misvel í fólk. Starfsmenn HVE í Snæfellsbæ sáu um bólusetninguna og fylgdu að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum. Að þessu sinni voru það einstaklingar 68 ára og eldri sem fengu fyrri bólusetningu og munu þeir fara í seinni sprautuna í júní.

Líkar þetta

Fleiri fréttir