Búið er að bólusetja 12% þjóðarinnar

Nú þegar fyrsta ársfjórðungi 2021 er lokið hafa 49.300 einstaklingar verið bólusettir á landsvísu. „Bólusetningu miðar því vel og nú hafa rúmlega 12% þeirra sem áætlað er að bólusetja fengið bólusetningu eða myndað mótefni gegn veirunni,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Bólusetningar ganga vel á Vesturlandi, að sögn Þuru Bjarkar Hreinsdóttur hjúkrunarfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í landshlutanum eru 1.407 manns fullbólusettir og að auki hafa 1.775 fengið fyrri bólusetningu en eiga eftir að fá þá síðari. 83,03% íbúa á Vesturlandi eiga eftir að fá bólusetningu og er það lægsta hlutfallið á landsvísu. Þetta segir Þura Björk að megi skýra með með aldurssamsetningu. Á Vesturlandi séu tíu hjúkrunar- og dvalarheimili með yfir 400 starfsmönnum. „Við erum ekkert duglegri að bólusetna en í öðrum landshlutum. Við bara notum það efni sem við fáum, eins og aðrir,“ segir Þura Björk.

Hér má sjá áætlun um bólusetningu landsmanna á Covid.is

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir