Byggingarframkvæmdir í gangi. Ljósm. frg.

67 eignir voru seldar á Vesturlandi í febrúar

Í febrúarmánuði síðastliðnum voru 67 viðskipti með fasteignir á Vesturlandi, samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands. 22 eignir í einbýlishúsum skiptu um eigendur, 32 íbúðir í fjölbýli, tvö viðskipti með atvinnuhúsnæði, átta sumarhús voru seld og þrjár eignir sem flokkast sem „annað.“ Velta í þessum viðskiptum var samtals 2.649 milljónir króna. Meðalverð einbýlishúss var 51 milljón króna, meðalverð á íbúð í fjölbýli 34,6 milljónir, meðalverð atvinnuhúsnæðis var 41 milljón og meðalverð á seldu sumarhúsi var 19,6 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir