Nýbólusettir Grundfirðingar bíða í rólegheitum undir eftirliti fagaðila í fimmtán mínútur. Ljósm. tfk.

Bólusett í íþróttahúsinu

Miðvikudaginn 31. mars síðastliðinn var hafist handa við að bólusetja íbúa á Snæfellsnesi sem eru yfir 70 ára að aldri. Í Grundarfirði var brugðið á það ráð að fá íþróttahús bæjarins undir bólusetninguna og gekk verkið hratt og örugglega fyrir sig. Starfsmenn HVE og íþróttahússins sáu um að allt færi vel fram og að allir fylgdu sóttvarnarreglum. Framkvæmdin gekk vel en fólk kom inn um einn innganginn, var bólusett og vísað til sætis í salnum þar sem það beið í fimmtán mínútur og svo fékk það að fara út annarsstaðar í húsinu þannig að þetta var ákveðinn hringur. Væntanlega munu næstu hópbólusetningar fara fram með svipuðu sniði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir