Samþykktu útgjöld vegna viðbragða við myglu

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum útgjöld, allt að fimm milljónir krína, vegna forhönnunar á C-álmu Grundaskóla. Eins og kunnugt er kom upp mygla í skólahúsinu fyrr á þessu ári og er þessi kostnaður talinn nauðsynlegur „til að unnt verði að áætla með sem bestum hætti heildarkostnað vegna þeirra endurbóta sem þörf verður að ráðast í vegna stöðu loftgæða í Grundaskóla,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Þá segir í fundargerð að kostnaði verði mætt með minni hagnaði af rekstri bæjarsjóðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir