Þórður Þorsteinn aftur á Skagann

Knattspyrnumaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er genginn til liðs við Skagamenn á nýjan leik. Þórður Þorsteinn sem er 26 ára gamall og gekk til liðs við FH um mitt sumar 2019, en hann var lánaður til HK síðari hluta sumars í fyrra. Hann hefur leikið 84 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk og hefur bæði leikið sem vængmaður og bakvörður.

Á heimasíðu ÍA sagðist Þórður Þorsteinn m.a. vera mjög ánægður með að vera kominn heim í ÍA og hlakkaði til þess að taka þátt í báráttunni með Skagamönnum á komandi sumri. Það væru spennandi tímar framundan og markmiðið að ÍA væri í fremstu röð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir