Einn kominn í einangrun og annar í sóttkví

Samkvæmt yfirliti Lögreglunnar á Vesturlandi er nú einn kominn í einangrun með Covid-19 og annar er í sóttkví á svæði heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Töluvert er síðan veiran var síðast staðfest í landshlutanum, en það var 12. febrúar. Í gær voru sex manns greindir með veiruna á landsvísu og voru fimm þeirra ekki í sóttkví fyrir greiningu. Veiran er að mati sóttvarnalæknis í vexti.  Nú eru á landsvísu 405 í sóttkví, 118 í einangrun og einn á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir