Steypa plötu í væntanlegu fjölbýlishúsi við Þjóðbraut

Við Þjóðbraut 3 á Akranesi er nú búið að steypa upp bílkjallara fyrir væntanlegt fjölbýlishús sem rísa mun á lóðinni. Það er byggingafélagið Bestla sem byggir. Í blíðviðrinu nú eftir hádegið var verið að steypa plötuna undir fyrstu hæð hússins. Þetta er annað húsið af þremur sem Bestla byggir á reitnum, en íbúar eru fluttir inn í íbúðirnar við Dalbraut 4, á samliggjandi lóð, og unnið við að innrétta samkomusal í húsinu sem m.a. mun hýsa félagsstarf eldri borgara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir