Kristján Rafn Guðnason. Ljósm. skjáskot af myndbandi Lífsins ljóss

Lífsins ljós til stuðnings Krabbameinsfélagsinu

Fyrirtækið Stúdíó Kast er í eigu Kristjáns R. Guðnasonar og Garðars Viðarssonar en þeir gáfu nýverið út lagið Lífsins ljós til stuðnings starfi Krabbameinsfélagsins. Hlutverk Krabbameinsfélagsins er m.a. að beita sér fyrir því að efla krabbameinsrannsóknir, stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein, beita sér fyrir stuðningi við krabbameinssjúklinga og aðstandendur og vera málsvari krabbameinssjúklinga og beita sér fyrir réttindum þeirra. Tilgangur lagsins er að vekja athygli á þessu starfi Krabbameinsfélagsins.

Sigurþór Kristjánsson hljóðmaður úr Borgarnesi sá um útsendingu og var lagið m.a. hljóðritað í Stúdíó Gott hljóð sem er í eigu Sigurþórs. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lags en textann skrifaði Guðjón Guðmundsson. Um hljóðfæraleik sáu Halldór Baldur Guðnason, Kristján R. Guðnason, Gunnar Ingi Guðmundsson, Sigurþór Kristjánsson og Kristjón Daðason. Lagið er sungið af Jóni Jósepi Snæbjörnssyni, Gísla Ægi Ágústssyni, Kristjáni R. Guðnasyni og Sísí Ástþórs en að auki tóku nokkrir þekktir áhrifavaldar þátt í flutningi lagsins.

Hér  má sjá slóð á myndbandið með laginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir