Bertha Kvaran er listakona í Borgarnesi. Ljósm. arg.

Eftir smá fikt fyrir mörgum árum ákvað Bertha að sinna listsköpun af alvöru

Bertha Kvaran er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ en fluttist svo í Hafnarfjörð þar sem hún bjó um tíma með fyrrum eiginmanni sínum og börnum. Í dag býr Bertha í Borgarnesi í fallegu húsi við Skúlagötu 21 þar sem hún málar myndir. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Berthu fyrir helgi og fékk að skoða myndirnar hennar og ræða við hana um lífið og listina. Þegar komið er inn á heimili Berthu og Jay Burton, eiginmanns hennar, tekur á móti hlýlegt og fallegt heimili með útsýni yfir Hafnarfjall, Brákarey og út á Borgarfjörðinn. Þar við gluggann er Bertha búin að koma sér fyrir með trönur, striga, pensla og málningu. „Hér fær maður góðan innblástur,“ segir hún og horfir út um gluggann um leið og við fáum okkur sæti.

Sjá viðtal við Berthu Kvaran í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir