Aukið vöruúrval í Ljómalind í Borgarnesi

„Við í Ljómalind komum vel undan vetri og erum sífellt að auka við matvöruúrval í verslun okkar. Erum komin með framleiðslu frá Sláturhúsi Vesturlands í sölu, en í sláturhúsinu er ýmislegt góðgæti unnið og hefur það reynst einstaklega vel,“ segir í tilkynningu frá Ljómalind við Brúartorg 4 í Borgarnesi.

„Þá erum við einnig að fá grænmeti frá hjónunum á Narfaseli, en þar er einnig ýmislegt í bígerð sem kemur í sölu hjá okkur þegar það verður tilbúið. Erum byrjuð að fá einkar ljúffengt „smásalat“ sem er sérlega næringarríkt og gott. Ekki síst erum við stolt af þvi að vera komin með kjötvörurnar frá pólska kjötmatreiðslumeistaranum „Polski Sklep Mięsny“ sem eru kjötvörur unnar að pólskum sið af pólskum kjötiðnaðarmanni. Erum einnig nýlega komin með vörur frá Jóhönnu á Háafelli og lambakjöt frá Glitstöðum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.