Slökkvilið kallað út vegna sprengingar

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út um klukkan ellefu í gærkvöldi þegar sprenging varð í ofni í verksmiðju Elkem á Grundartanga. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra, var enginn eldur þegar slökkvilið bar að garði og engin slys urðu á fólki eða skemmdir á búnaði. „Við erum hluti að viðbragðsáætlun og förum þarna til að tryggja vettvang,“ segir Jens Heiðar í samtali við Skessuhorn. Slökkviliðið var á svæðinu með öryggisvakt til klukkan 8 í morgun eða þegar ljóst var að engin hætta væri til staðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir