
Slökkvilið Borgarbyggðar kallað út vegna elds í bíl
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út síðdegis í gær vegna bruna í bíl á bænum Mið-Görðum á Snæfellsnesi. Engin slys urðu á fólki, að sögn Heiðars Arnar Jónssonar, varaslökkviliðsstjóra. Eigandi bílsins var að sækja varahluti í bílinn þegar eldur kom upp í teppi í bílnum. Lögreglan kom á staðinn og var búin að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. „Við gengum bara úr skugga um að allt væri í lagi og málið var afgreitt hratt,“ segir Heiðar Örn.