Hafliði Aðalsteinsson og Guðmundur Theódórsson á Sindra árið 2015. Ljósm. Bátasafn Breiðafjarðar.

Fengu styrk til endurbóta á Sindra á safninu á Reykhólum

Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum fékk nýverið úthlutað tveggja milljóna króna styrk úr Fornminjasjóði. Styrkinn fær FÁBBR til að framkvæma endurbætur á Sindra sem er rúmlega sjö metra langur súðbyrðingur smíðaður árið 1936 í Hvallátrum á Breiðafirði. „Svona styrkur er ómetanlegur stuðningur við okkar starf við að vernda breiðfirska bátaarfinn og kunnum Fornminjasjóði og Minjastofnun bestu þakkir fyrir. Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður FÁBBR, stýra framkvæmd hennar. Hér er um að ræða upplagt tækifæri til að heimsækja Reykhóla og sjá handverk breiðfirskra skipasmiða á lifandi safni,“ segir í tilkynningu frá FÁBBR.

Líkar þetta

Fleiri fréttir