Aukin framleiðslugeta og hraðari afhending bóluefna í Evrópu

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á í stöðugum samræðum við markaðsleyfishafa bóluefna gegn Covdi-19 með aukna framleiðslugetu fyrir Evrópu að leiðarljósi. Stofnunin birti í gær frétt þess efnis að tilteknar aðgerðir og ákvarðanir stuðli að aukinni framleiðslugetu og hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu. Í frétt Lyfjastofnunar Íslands segir að þetta eigi við um öll þrjú bóluefnin sem notkun er hafin á hérlendis, þ.e. AstraZeneca, Pfizer og Moderna.

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefni Astra Zeneca í Leiden í Hollandi. Þar verður virka efni bóluefnisins framleitt.

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefni Pfizer í Marburg í Þýskalandi. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt, sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa ný geymsluskilyrði verið samþykkt sem gera flutning bóluefnisins og dreifingu auðveldari.

Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefni Moderna í Visp í Sviss. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa breytingar á framleiðsluferli verið samþykktar sem munu stuðla að aukinni framleiðslugetu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.