Vindaspá klukkan 22 í kvöld.

Slæm veðurspá síðdegis og í kvöld

Gert er ráð fyrir hvassviðri samhliða éljagangi eða hríð á stórum hluta landsins þegar líður á daginn og framundir morgun. Appelsínugul viðvörun er fyrir allt sunnan- og vestanvert landið vegna norðaustan hvassviðris og hríðarveðurs frá því um nónbil í dag og þar til í fyrramálið. Því er spáð að verulega hvessi síðdegis í dag og að veðrið verði slæmt í kvöld. Gera má ráð fyrir að færð spillist. Eftir það gengur veðrið niður í hverjum landshlutanum á fætur öðrum þar til í fyrramálið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir