Lítið skyggni við vetraraðstæður. Ljósm. úr safni/ kgk.

Slæmt veður næstu tvo daga – gul viðvörun fyrir Breiðafjörð

Fremur slæmt veður verður í dag um mestallt landið og gul viðvörun fyrir öll svæði nema suðvestur hornið. Á landinu verður norðan 15-23 m/s vestanlands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið suðaustanlands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 suðaustanlands. Snjókoma verður með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari norðastantil. Hlýnar í veðri sunnantil á landinu.

Guð viðvörun er nú í gildi fyrir Breiðafjörð

Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 – 23 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið að 35 m/s fram undir hádegi í dag. Búist er við snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum við Breiðafjörð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir