Fermingar í Borgarnesi á sunnudaginn

Í vikunni tóku gildi hertar sóttvarnaraðgerðir og samkomutakmarkanir. Samkvæmt nýjum reglum er gert ráð fyrir að hámarki 30 manns í athöfnum hjá trú- og lífsskoðunarfélögum. Í ljósi þessa verða fermingar á sunnudaginn, 28. mars, í Borgarnesi með breyttu sniði. Í staðinn fyrir eina fermingarguðsþjónustu verða þær tvær, hvor með fimm fermingarbörnum. Þá geta aðeins fjórir fylgt með hverju barni í athöfnina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir