Einfaldara ferli að afskrá bifreiðar

Undanfarið hefur fjöldi stafrænna umsókna og ferla bæst við vefinn Ísland.is, upplýsinga- og þjónustuveitu opinberra stofnana á Íslandi. Þeirra má meðal má nefna að nýverið urðu skilavottorð vegna úr sér genginna ökutækja stafræn sem felur í sér mikinn sparnað á tíma almennings, fyrirtækja og stofnana. Ætla má að breytingarnar spari um 10-12 þúsund bílferðir á ári sem áður þurfti til að ljúka undirritun pappíra. Áður þurftu eigendur ökutækis að fara milli staða með pappíra og stofnanir að senda gögn með tölvupóstum. Nú er þetta gert með einni heimsókn og ferlið allt sjálfvirkt eftir það, en það virkar í meginatriðum með eftirfarandi hætti: 1) Eigandi skilar ökutæki til móttökustöðvar. 2) Móttökustöð staðfestir móttöku ökutækis. 3) Ökutæki er afskráð sjálfkrafa í ökutækjaskrá Samgöngustofu. 4) Fjársýsla ríkisins endurgreiðir skilagjaldið til eiganda. Úrvinnslusjóður greiðir bíleigendum 20 þúsund krónur fyrir förgun allra bíla sem eru framleiddir eftir árið 1980.

Líkar þetta

Fleiri fréttir