
Búið að opna á Kjalarnesi
Búið er að opna veginn milli Þingvallavegar og Esjumela á Kjalarnesi, sem var lokaður vegna umferðaróhapps fyrr í dag. Slæmt skyggni er á Kjalarnesi og erfið akstursskilyrði. Þá segir í tilkynningu frá Vegagerðinni að vetrarfærð sé um allt land.