Brúin yfir Kolgrafafjörð. Ljósm. úr safni/tfk.

Sameinast um skipulags- og byggingafulltrúa

Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær hafa ákveðið að sameinast um embætti skipulags- og byggingafulltrúa og hafa auglýst starfið laust til umsóknar, meðal annars í Skessuhorni vikunnar. Nýr skipulags- og byggingafulltrúi sveitarfélaganna mun hafa yfirumsjón með eignasjóði, verklegum framkvæmdum og fasteignum. Í fundargerð bæjarráðs Grundarfjarðar kemur fram að hvert sveitarfélag muni áfram vera með sína skipulagsnefnd. Þá verða gjaldskrár byggingarmála og tengdrar þjónustu samræmdar milli sveitarfélaganna. Skipulags- og byggingafulltrúi mun hafa fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir